ALLT FYRIR GARÐINN EHF

 
Formlega stofnað árið 2006 en hafði þó verið starfrækt á sumrin síðan 1996. Þetta byrjaði allt með einni slátturvél en fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt frá þeim tíma.

Við erum vel tækjum búnir með nýja traktora  ásamt fleiri smávélum og tækjum. Við leitumst við að hafa pallbílana okkar alltaf hreina og snyrtilega sem og öll þau tæki sem við vinnum með.

Það er okkar metnaður að þjónusta viðskipta vini okkar eins vel og kostur er. Við tökum að okkur allt sem tengist garðinum, hvort sem það er garðsláttur, trjáfellingar, runnaklippingar, beðahreinsun, úðun, hellulagnir eða hvað annað sem til fellur. Ánægðir viðskiptavinir frá 1996!

Allt fyrir garðinn ehf.

KT. 660706-0380

VSK NR. 91309